Kláraði í nótt að lesa Redemption Ark eftir Alastair Reynolds. Mikil hnullungur eins og fyrri bækur hans. Söguþráðurinn er áhugaverður en höfundurinn er stjörnufræðingur og því vanur stórum tímaeiningum, það pirrar mig aftur á móti þegar áratugir líða í sögunni í einni setningu. Þetta er alveg hellings tími!
Í Texas þá hafa fíknó víst það lítið að gera að þeir blekkja sölumenn til að selja sér titrara og kæra svo fyrir ósiðlega hegðun. Land hinna frjálsu hahahahahaha.
Minn maður, Pavel Nedved, er knattspyrnumaður Evrópu!