Catan

Í gærkvöldi fékk Sigurrós loksins að spila alvöru Catan. Við höfum einu sinni prufað það bara tvö ein en það þarf helst að hafa 4 leikmenn til að spilið nái flugi.

Ragna og Haukur voru saman í liði og tóku okkur í nefið í fyrri leiknum. Í seinni leiknum var Guðbjörg eiginlega búin að vinna með 10 stig en við framlengdum í 12 og þá gátu bæði Ragna og Haukur sem og Guðbjörg framvísað 12 stigum í sömu umferð.

Við Sigurrós verðum greinilega að fara að æfa okkur í þessu.

Comments are closed.