Hoppað ofan í hestaskít

Sigurrós fór í skötuveislu hjá stórfjölskyldunni sinni rétt eins og síðustu ár. Sjálfur læt ég ekki sjá mig nálægt svona viðbjóði, ég skal fara að gúddera að skötulyktin sé sniðug daginn sem það verður talið voða fínt og flott að rúlla sér upp úr hestaflór í sparifötunum klukkan 17 á aðfangadegi svo allir lykti frábærlega þegar sest er við matinn klukkan 18.

Comments are closed.