Áramót á Selfossi

Við verðum yfir áramótin hér á Selfossi hjá tengdó.

Skaupið var í lélegri kantinum, söngatriði eru í 99% tilfella hundleiðinleg og léleg og erfitt að setja sig í spor þeirra sem finnst þau sniðug.

Annar ljóður á því var að síendurtaka sama dæmið aftur og aftur, ætli hertar aðgerðir Markúsar Arnar fyrir hægrivæðingu RÚV hafi átt þátt þarna í MARGendurteknum skotum á Össur og Ingibjörgu Sólrúnu? Eitt skipti er nóg, tvö sleppa kannski en þegar þetta eru orðin þrjú atriði eða fleiri um SAMA dæmið þá eru menn að þreyta alla óendanlega.

Annars varð ekkert af brennunni hérna á Selfossi, hífandi rok og varla stætt úti og því aflýst.

Comments are closed.