Súkkulaði

Letidagur, enda úti veður vott og vindasamt. Kæmist ekki upp með svona höfuðstafi í íslenskutímum, eins gott að maður er orðinn stúdent í því fagi fyrir löngu hvort sem er.

Tókum myndina Chocolat í kvöld, ágætis skemmtun með góðum svona “feel-good” faktor, ánægjuleg kvöldstund. Langt síðan að ég fékk mér súkkulaði raunar, ef að við undanskiljum súkkulaðispæni sem var í köku sem að Sigurrós bakaði um daginn. Súkkulaðið var mjög girnilegt, ráðlegg ekki fólki sem að er að huga aðeins að vigtinni að taka þessa mynd alveg strax.

Áhugavert lesefni:

Comments are closed.