Betri skrifstofuvöndull

Fékk í dag tilkynningu um að komin væri ný útgáfa af PC Suite frá þeim hjá Software602. Þetta er sumsé svona skrifstofuvöndull sem að gefur Office frá Microsoft ekkert eftir, mér finnst PC Suite reyndar mun skemmtilegri, og ekki sakar að það kemur frá fyrirtæki sem er annt um viðskiptavini sína. Ráðlegg Windows notendum að kíkja á þetta, þetta er nefnilega ókeypis og svo þarf ekki að ná í nema 13,6 MB uppsetningarskrá. Office er ekki uppsett á kjöltutölvunni minni, PC Suite er það!

Mér sýnist sem að Bandaríkjamenn séu nú að gera sitt allra besta til þess að láta sem að World Trade Center hafi aldrei verið til, samkvæmt þessari frétt þá eru allir upp til handa og fóta að breyta sjónvarpsþáttum, textum, myndum og gvuðmávitahvað. Önnur eins söguskoðun hefur ekki sést í lýðræðisríki svo ég muni eftir.

Áhugaverður tengill:

Comments are closed.