Fimleikar

Lítið markvert gert í dag, smá PHP fimleikar og smá CM spilun. Ég er orðinn verulega þreyttur á þessari DDE Error villu sem að Windows 2000 er sífellt með, en það er víst ekkert hægt að gera í þessu samkvæmt vefnum hjá Microsoft. Ég hef sjálfur reynt allt, ég er búinn að strauja þessa vél 7 sinnum, eitt sinn meira að segja með Linux til að geta tætt diskinn gjörsamlega í sundur. Samt hangir þessi DDE villa inni, hún veldur því að sum forrit deyja þegar þeim sýnist og önnur fara ekki upp nema suma daga. Það eru góðar ástæður fyrir andúð minni á Microsoft, númer eitt er vanhæfni þeirra til þess að skila af sér vörum sem virka.

Áhugavert lesefni:

Comments are closed.