Týndir diskar

Dagurinn fór í að vinna efni á joi.betra.is, aðallega í að klára að skanna inn geisladiskasafnið mitt. Komst að því mér til mikillar skelfingar að 11 diskar eru ekki á staðnum, vonast til þess að einhverjir þeirra séu niður í vinnu. 272 diskar sem ég á þessa stundina, 283 með þessum 11 sem að eiga að vera eign mín en eru fjarstaddir.

Sá nýjasta myndbandið með Michael Jackson (You Rock My World), hann lítur svo illa út að ég beið alltaf eftir því að andlitið dytti af honum og lappirnar um leið. Reyni svo að tala sem minnst illa um aðra þannig að ég minnist ekkert á lagið, fatastílinn, hreyfingarnar né myndbandið sjálft (Sigurrós lýsti honum vel: ljót postulínsdúkka).

Áhugavert lesefni:

Comments are closed.