Fyrsti frönskutíminn af ellefu var í kvöld. Fórum yfir ákveðinn greini og nokkrar óreglulegar sagnir og svo 20 nafnorð og sagnorð eða svo. Nú er bara að vera duglegur að læra heima og nýta sér margmiðlunardiskana (þetta hugtak væri á að giska 6 orð á frönsku) sem ég keypti fyrir 2 árum eða svo.
Sá að Hrafnkell er byrjaður að blogga aftur, það er munur að geta verið með vefgáttina sem að sefur aldrei og vaktar alla (sem vilja láta vakta sig). Svo er Jón Kristinn Snæhólm, sem ég kannast við frá forðum daga, víst byrjaður með Málið á Skjá einum.
Áhugavert lesefni: