Monthly Archives: May 2004

Uncategorized

Uppfæra WinAmp?

Fyrsta alvöru vinnuvikan í vinnunni gengið vel. Smellti upp tónlistarspilaranum WinAmp 5.0 þar, hef enn ekki uppfært úr 3 hér heima þar sem útgáfa 4 var ofsalegt bákn.

WinAmp 5 hefur komið skemmtilega á óvart og er eins og sambræðingur við iTunes. Ætli maður láti ekki af fastheldninni hérna heima og uppfæri.

Grillið kom annars heim í dag en veður hamlaði eldamennsku.

Uncategorized

Woonerf?

Afrek frídagsins voru ekki mörg en við festum þó kaup á nýju grilli.

Umferðarmenningin á Íslandi er arfaslök, spurning hvort að við eigum að skoða þessa lausn, hægt að sjá helstu atriði hennar á þessari síðu. Færri reglur, meiri ábyrgð. Þetta er ætlað fyrir umferð í borgum, hefðbundin taktík líklega ríkjandi á lengri leiðum. Þetta er að svínvirka í Kína og ýmsum stöðum í Evrópu að minnsta kosti.

Uncategorized

Kominn í rútínuna

Jújú, maður er að koma sér fyrir í vinnunni og læra að rata og svona.

Jógatímar á miðvikudögum, ætli maður verði ekki að skella sér í það sem og boltann sem er víst líka á miðvikudögum.

Uncategorized

Nekt! Offita! (ekki saman)

Fyrst fréttir um Atkins-kúrinn. Svo virðist sem að hann sé ekki mikið betri til langtíma en aðrir kúrar en ekki hættulegri heldur.

Of trúað uppeldi getur leitt til útdauða ofsatrúarmanna. Að minnsta kosti þurfti að segja þýsku pari að til að eignast börn þyrftu þau að stunda kynlíf, þau höfðu verið gift í 8 ár án þess að prufa…

Í San Fransisco er árlega hlaup þar sem menn klæðast ýmiss konar búningum eða hreinlega engu.

Uncategorized

Þrekraunum lokið

Skaust í morgun úr vinnunni og upp í skóla og sá þar Gunnu, Bestlu, Röggu og Kjartan kynna lokaverkefnið sitt. Þau tóku þetta með trompi og létu gera boli og bindi með lógói verkefnisins, útbjuggu áprentaðar og upphleyptar möppur og gerðu þetta allt með stæl. Góður endir á 4 mánaða törn.

Nú í kvöld var það svo önnur og léttvægari þrekraun sem rann á enda. Survivor All-Stars kláraðist með tvöföldum þætti. Úrslitin komu ekki sérstaklega á óvart þar sem Google News kjaftaði frá því um daginn, mér til talsverðrar skapraunar.

Þau skötuhjúin áttu þó skilið að komast alla leið enda þau klókustu í þáttaröðinni. Ég held að þeim hafi meira að segja tekist að vera tekin í sátt af Sigurrós með ástarævintýrinu og trúlofuninni.

Uncategorized

Löggan á Lamborghini

Lögreglan á Ítalíu fékk að gjöf forláta Lamborghini frá framleiðandanum. Sumir spá að umsóknir um störf hjá henni muni aukast nú þegar allir vilja setjast undir stýrið.

Uncategorized

Farið yfir víðan völl

Færsla dagsins er héðan og þaðan.

Einn litríkasti maðurinn í fótboltaheiminum lést nú um daginn, Jesus Gil lést eftir hjartaáfall, hann var magnaður og umdeildur karlanginn.

Suður-Afríka mun halda HM 2010, til hamingju með það.

Mínir menn í boltanum hafa staðið sig misvel, á meðan að Sheffield Wednesday er í standandi vandræðum í 2. deildinni í Englandi þá eru mínir menn í Lyon um það bil að verða meistarar 3ja árið í röð. Ég hef mætt á leik hjá Lyon en ekki Sheffield Wednesday og fljótt á litið virðist það helsti munurinn, Uglurnar ættu kannski að kaupa fyrir mig far og bjóða mér á völlinn og sjá hvort að lukkudísirnar snúist ekki loksins á sveif með þeim.

Á Ítalíu hafa Lazio höndlað sín fjárhagslegu vandræði nokkuð betur en Wednesday, hafa dalað svolítið í deildinni (enda ekki búnir að bjóða mér á völlinn heldur) en voru að vinna ítalska bikarinn.

E3 sýningunni er nýlokið, þar koma leikjaframleiðendur saman og sýna nýjasta nýtt. Meðal leikjaframleiðenda að þessu sinni var bandaríski herinn sem notaði alvöru hertól og hermenn til að kynna leikinn og hræddu í leiðinni marga sem héldu að um alvöru hernaðaraðgerð væri að ræða.

Á Wired var smáfrétt um mann sem er að smíða evrópskt miðaldaþorp í Texas. Hægt að gera margt vitlausara.

Uncategorized

Ævintýrin enn gerast

Haldið það ekki!

Hóf í dag störf á nýja vinnustaðnum, afrekaði ekki mikið annað en að fylgjast með flutningum deildarinnar af 4. hæð á þá 1. og að læra að rata um og hitta eitthvað af fólkinu.

Lítur vel út og áhugaverð verkefni framundan.

Til að halda upp á skólalok flestra þá fórum við nokkur saman á TGI Fridays (mitt fyrsta skipti þar) og fengum okkur að borða og héngum í tvo tíma bara að spjalla. Færðum okkur því næst til Arnars og pumpuðum stuðið enn meira upp (með útúrdúrum varðandi Kennó og fleira) áður en haldið var í bæinn.

Þar fór ég í fyrsta sinn inn á NASA, þar var djammað frameftir nóttu eða til rúmlega 4 núna í morgun (klukkan er nú 5 að morgni). Hitti þar gamla vinkonu og urðu fagnaðarfundir. Við Konni tókum svo leigubíl í Lágmúlann og löbbuðum þaðan heim, ég eftir smá verslunarleiðangur.

Það er fátt meira íslenskt en að trítla heim eftir skemmtun fram eftir morgni og sjá sólina gægjast upp fyrir Esjuna, allt kyrrt, nær algjört logn, bjartur himinn og skemmtilegur dagur að baki.

Næst verður djammað með Sigurrós sem var fjarstödd vegna Eurovision-undirbúnings.

Uncategorized

Nekt, rakettur og netið

Ekki vissi ég að Ástralir væru svona miklar teprur.

Vitleysingar sem smella rakettum á milli þjóhnappa og skjóta þeim svo upp þannig eiga svo sem ekki mikið betra skilið en að fá það í hausinn… eða brenna á sér rassinn.

Margir hafa myndir af sér og sínum á netinu, það er gaman en það er líka hægt að snúa verulega út úr hverri einustu mynd.

Fyrsti sláttur sumarsins var framkvæmdur í dag með nýviðgerðri sláttuvél. Mosinn virðist hafa tekið öll völd í vetur og gras á undanhaldi.

Uncategorized

Endasenst

Í gær gerðist svo sem fleira en ég sagði frá. Við hittum nýjasta nágrannann okkar, hann var rétt orðinn 24 tíma gamall þegar hann flutti inn fyrir neðan okkur.

Mér var boðið í atvinnuviðtal hjá Landsbankanum en afþakkaði það og dró umsóknina til baka enda kominn í áhugavert starf.

Í dag endasentist ég svo um stórborgirnar Reykjavík og Kópavog. Greiðslumatið komið og allt í orden varðandi kaup okkar á íbúð. Salan bíður enn eftir að greiðslumatið þeim megin fari í gegn.

Leit við upp í skóla í fyrsta sinn í nokkrar vikur (síðan ég fór í síðasta prófið) og heilsaði þar upp á slatta af liði sem var ýmist að koma úr prófi eða klára verkefnin sín. Fékk mér svo matarbita með Gunnu sem er á lokasprettinum að ná síðustu 6 einingunum, hún massar þetta!

Ég var svo myndatökumaður á bekkjarskemmtun 1. SJO. Maður þyrfti að vera jafn sniðugur og sumir þarna og redda sér þrífæti næst.

Loksins kom svo að því að Lazio gleddi mig aftur, þeir voru að landa ítalska bikarnum sem þýðir að Juventus vann ekki nema silfur í ár.