Farið yfir víðan völl

Færsla dagsins er héðan og þaðan.

Einn litríkasti maðurinn í fótboltaheiminum lést nú um daginn, Jesus Gil lést eftir hjartaáfall, hann var magnaður og umdeildur karlanginn.

Suður-Afríka mun halda HM 2010, til hamingju með það.

Mínir menn í boltanum hafa staðið sig misvel, á meðan að Sheffield Wednesday er í standandi vandræðum í 2. deildinni í Englandi þá eru mínir menn í Lyon um það bil að verða meistarar 3ja árið í röð. Ég hef mætt á leik hjá Lyon en ekki Sheffield Wednesday og fljótt á litið virðist það helsti munurinn, Uglurnar ættu kannski að kaupa fyrir mig far og bjóða mér á völlinn og sjá hvort að lukkudísirnar snúist ekki loksins á sveif með þeim.

Á Ítalíu hafa Lazio höndlað sín fjárhagslegu vandræði nokkuð betur en Wednesday, hafa dalað svolítið í deildinni (enda ekki búnir að bjóða mér á völlinn heldur) en voru að vinna ítalska bikarinn.

E3 sýningunni er nýlokið, þar koma leikjaframleiðendur saman og sýna nýjasta nýtt. Meðal leikjaframleiðenda að þessu sinni var bandaríski herinn sem notaði alvöru hertól og hermenn til að kynna leikinn og hræddu í leiðinni marga sem héldu að um alvöru hernaðaraðgerð væri að ræða.

Á Wired var smáfrétt um mann sem er að smíða evrópskt miðaldaþorp í Texas. Hægt að gera margt vitlausara.

Comments are closed.