Endasenst

Í gær gerðist svo sem fleira en ég sagði frá. Við hittum nýjasta nágrannann okkar, hann var rétt orðinn 24 tíma gamall þegar hann flutti inn fyrir neðan okkur.

Mér var boðið í atvinnuviðtal hjá Landsbankanum en afþakkaði það og dró umsóknina til baka enda kominn í áhugavert starf.

Í dag endasentist ég svo um stórborgirnar Reykjavík og Kópavog. Greiðslumatið komið og allt í orden varðandi kaup okkar á íbúð. Salan bíður enn eftir að greiðslumatið þeim megin fari í gegn.

Leit við upp í skóla í fyrsta sinn í nokkrar vikur (síðan ég fór í síðasta prófið) og heilsaði þar upp á slatta af liði sem var ýmist að koma úr prófi eða klára verkefnin sín. Fékk mér svo matarbita með Gunnu sem er á lokasprettinum að ná síðustu 6 einingunum, hún massar þetta!

Ég var svo myndatökumaður á bekkjarskemmtun 1. SJO. Maður þyrfti að vera jafn sniðugur og sumir þarna og redda sér þrífæti næst.

Loksins kom svo að því að Lazio gleddi mig aftur, þeir voru að landa ítalska bikarnum sem þýðir að Juventus vann ekki nema silfur í ár.

Comments are closed.