Ævintýrin enn gerast

Haldið það ekki!

Hóf í dag störf á nýja vinnustaðnum, afrekaði ekki mikið annað en að fylgjast með flutningum deildarinnar af 4. hæð á þá 1. og að læra að rata um og hitta eitthvað af fólkinu.

Lítur vel út og áhugaverð verkefni framundan.

Til að halda upp á skólalok flestra þá fórum við nokkur saman á TGI Fridays (mitt fyrsta skipti þar) og fengum okkur að borða og héngum í tvo tíma bara að spjalla. Færðum okkur því næst til Arnars og pumpuðum stuðið enn meira upp (með útúrdúrum varðandi Kennó og fleira) áður en haldið var í bæinn.

Þar fór ég í fyrsta sinn inn á NASA, þar var djammað frameftir nóttu eða til rúmlega 4 núna í morgun (klukkan er nú 5 að morgni). Hitti þar gamla vinkonu og urðu fagnaðarfundir. Við Konni tókum svo leigubíl í Lágmúlann og löbbuðum þaðan heim, ég eftir smá verslunarleiðangur.

Það er fátt meira íslenskt en að trítla heim eftir skemmtun fram eftir morgni og sjá sólina gægjast upp fyrir Esjuna, allt kyrrt, nær algjört logn, bjartur himinn og skemmtilegur dagur að baki.

Næst verður djammað með Sigurrós sem var fjarstödd vegna Eurovision-undirbúnings.

Comments are closed.