Þrekraunum lokið

Skaust í morgun úr vinnunni og upp í skóla og sá þar Gunnu, Bestlu, Röggu og Kjartan kynna lokaverkefnið sitt. Þau tóku þetta með trompi og létu gera boli og bindi með lógói verkefnisins, útbjuggu áprentaðar og upphleyptar möppur og gerðu þetta allt með stæl. Góður endir á 4 mánaða törn.

Nú í kvöld var það svo önnur og léttvægari þrekraun sem rann á enda. Survivor All-Stars kláraðist með tvöföldum þætti. Úrslitin komu ekki sérstaklega á óvart þar sem Google News kjaftaði frá því um daginn, mér til talsverðrar skapraunar.

Þau skötuhjúin áttu þó skilið að komast alla leið enda þau klókustu í þáttaröðinni. Ég held að þeim hafi meira að segja tekist að vera tekin í sátt af Sigurrós með ástarævintýrinu og trúlofuninni.

Comments are closed.