Vinna, kolkrabbar, Apple, Segway og Moussaoui

Ofurduglegur í vinnunni í dag, geystist inn og á 5 tímum tókst mér að redda öllu sem einhverjum hafði nokkru sinni dottið í hug að væri sniðugt að fá/laga.

Frá Wired koma fréttir af því að kannski getum við brátt séð svipað og kolkrabbar sjá, Apple er að breyta lógóinu aðeins og Segway farartækin eru hættuleg þegar lítið er eftir af batteríinu.

Nú í Ameríkunni þá vilja menn alls ekki að Moussaoui fái að yfirheyra aðra sem taldir eru hafa verið tengdir 11. september 2001. Frekar fella þeir niður kærur gegn honum, það varðar víst þjóðaröryggi að fá að heyra sannleikann.

Comments are closed.