Sigurrós gerir verkum dagsins ágæt skil. Þegar við vorum hjá ömmu heyrðum við þessa líka nauðgun á enskri tungu í sjónvarpinu, var ekki utanríkisráðherrann mættur og gerði gjörsamlega út um alla möguleika á að Ísland væri tekið alvarlega sem aðili að Öryggisráðinu. Ég efast um að menn vilji hafa okkur þar ef þeir geta ekki einu sinni skilið hvað embættismenn okkar segja! Grey Dóri, hann er bara hræðilegur í enskunni sem er helvíti bagalegt fyrir Ísland á alþjóðavettvangi.
Tölfræðin sýnir víst að Bagdad var öruggari þegar Saddam var þar við völd. Grátlegt. Í Ameríkunni vilja menn svo fá syni sína og dætur heim frá Írak og finnst helvíti hart að missa þau vegna lyga Bush.
Las í gærkveldi þessa grein um móður sem að veitti fjölfötluðum syni sínum líknardauða. Hann lenti í bílslysi og var bara fangi í eigin líkama eftir það.
Arianna Huffington er einn aðalframbjóðendanna til fylkisstjóra í Kaliforníu. Hún gerir mikið út á húmorinn eins og sést í þessum fyndnu auglýsingum þar sem hún tekur aðalkeppinautana fyrir: The Special Interest Brothel og Hybrid vs. Hummer – The Movie.