Allt sem ekki var hægt að lesa

Forsíða betra.is (einnig þekkt sem heima.er.betra.is) fékk í gærkveldi langþráða andlitslyftingu.

DNS er nú komið í lag, þetta reyndist vera bilun í öðrum nafnaþjóninum sem hætti að uppfæra sig. Á meðan hefur aðgangur að síðum á betra.is verið mjög skrykkjóttur og flestir hafa bara fengið upp hvíta síðu með svörtum stöfum þar sem á stendur “betra.is flytur”. Aufúsugestir hafa því eitthvað af efni sem þeir geta lesið þó það sé náttúrulega misáhugavert eins og eðlilegt er.

Það var svo sem ekki seinna að vænna að koma þessum málum í lag fyrst að konan fékk verðlaun fyrir Naflaskoðunina sína.

Las í gærkveldi ótrúlega grein um 3 og 4 ára börn sem gera samninga við Reebok, hjólabrettafyrirtæki og drykkjaframleiðendur vegna þess að þau eru flink á hjólabretti eða í körfubolta og svo framvegis.

Comments are closed.