Þú ert saklaus en við fylgjumst samt með þér

“Prúðmennin” hjá RIAA hafa dregið í land með $300 milljóna stefnu gegn ellilífeyrisþega sem þeir sögðu að hefði dreift fjölda tónlistarskráa. Í ljós kom að grey konan gat ekki verið sek af þessu þar sem hún er með Apple-tölvu en Kazaa er víst ekki til fyrir þær. Þeir sögðu þó að þeir hefðu auga með henni og væru tilbúnir að stökkva á hana um leið og þeir sæu hana gera svona ljóta hluti… ekki það að hóta $300 milljóna lögsókn gegn saklausu fólki sé ljótur hlutur.

Er kominn á fulla ferð í skólanum og ekki seinnna að vænna, miðannarpróf í næstu og þarnæstu viku.

Minnismiði til sjálfs míns: ekki þjösnast fram eftir nóttu við að laga fáránleg vandamál þar sem lykilorðin eru hosts, router, innri ip-tölur, dns og sendmail. Datt reyndar í hug príma lausn en það var eftir góðan nætursvefn.

Comments are closed.