Fyrir margt löngu fékk ég mér toppvél, heil 233 MHz og ég beið í 2 vikur eftir að 13GB diskurinn kæmi í hús. Með þessari eðalvél fékk ég svo 17″ skjá (allt frá Targa). Skjárinn hefur dugað mér síðan þá (þetta var á seinni hluta 20. aldarinnar). Tók reyndar upp á því einn daginn að slá út á Kambsveginum þegar kveikt var á honum en það tókst að redda því með að tengja skjáinn við vél sem tengdi svo í rafmagn.
Nú í dag tók skjárinn aftur upp á þessu, eftir ársdvöl hér að Betrabóli þar sem hann hefur verið voða þægur eftir að við létum setja stærri öryggi í rafmagnstöfluna. Núna slær hann út hvað eftir annað og að þessu sinni er ekki sá möguleiki fyrir hendi að tengja hann í gegnum tölvu.
Spurt er: getur verið að öryggi hafi klikkað í sjálfum skjánum og ætli það sé hægt/ódýrt að skipta um það?
Náði mér í ókeypis Office-pakka í dag, ekki var það nú Microsoft Office heldur Open Office. Þetta er þá þriðji Office pakkinn sem ég hef sett upp, auk ofantalinna er ég með Office pakka frá 602 Software. Allir virðast pakkarnir hafa plúsa og mínusa. Hvað verð varðar þá er Open Office ókeypis, 602 PC Suite er ókeypis/ódýrt og MS Office er rándýrt. Hægt er að ná í Open Office hér innanlands til að spara utanlandsniðurhalið (íslenska er nálægt þýsku í að búa til löng orð).
Ég hefði reyndar ekkert á móti því að eiga eins og eina eða tvær af þessum 1.100 Apple G5 vélum sem mynda saman fyrstu ofurtölvuna úr Macintosh vélum.
Frá Nígeríu koma svo góð tíðindi, Appeal Court Saves Woman From Stoning to Death.