Pabbi að altarinu

Karlinn er nú reyndar ekki að fara að gifta sig heldur mun hann leiða brúðina. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst honum aldrei að eignast stelpu, við urðum fjórir bræðurnir áður en mamma og pabbi gáfust upp á þessu. Því sá hann ekki fram á að fá að leiða brúði upp að altarinu fyrr en nú. Frænka okkar búsett í Svíþjóð ætlar að koma hingað heim og gifta sig með pompi og pragt og pabbi er búinn að vera að aðstoða hana við undirbúninginn.

Ég er ekki á leið upp að altarinu enn, það eru svona 10-12 kíló í það.

Dagurinn farið í lærdóm, einstaklega spennandi.

Af Crymogaeu að frétta er það helst að fyrsta stjórnin hefur verið kosin með mig í forsvari. Ég tilkynnti okkur svo á opinberum umræðuþræði fyrir leikinn, svona til að allir hinir viti að rugludallarnir hérna fyrir norðan eru mættir með látum.

Áhugavert:

  • Win-XP Help Center request wipes your HD
  • Comments are closed.