Crymogaea

Í gær var stofnfundur hjá svokölluðu Player Association fyrir Star Wars Galaxies. Svona PA (eins og það er skammstafað) er svipað því sem aðrir þekkja sem “guild” eða klan. Enn eru nokkrir mánuðir í að leikurinn komi út en þegar eru til líklega hundruð svona PA.

Þau hafa mismunandi markmið og lífslíkur, sum vilja leggja undir sig heiminn á meðan að önnur ætla að einbeita sér að framleiðslu og önnur að viðskiptum. Okkar PA hefur hlotið nafnið Crymogaea (tilvísun í skrif Arngríms Jónssonar um Ísland) og ég er búinn henda upp spjalli fyrir það á vef þess. Varðandi eðli og tilgang þessa félagsskapar vísa ég í stutta grein um þetta á Huga.

Keypti í dag notaða HP OmniBook XE3 Celeron 550MHz, sem er 50MHz hægari en núverandi. Munurinn er hins vegar sá að þessi er með stærri skjá og DVD-drifi þannig að ég sætti mig við 50MHz skref niður á við. Helgin mun fara í tölvufikt vænti ég.

Áhugavert:

  • High-Altitude Rambos
  • Latin Phrases and Words Used in English
  • Classics Technology Center
  • Comments are closed.