Næturvaktin

RÚV sýndi óvenju góða mynd í kvöld, Taxi 2. Snilldarmynd frá Frökkum, áhugaverð bílaatriði (ég hef engan áhuga á þvílíku yfirleitt), mikill húmor og flott bardagaatriði. Ofurmódelið Emma Sjöberg er tær snilld í myndinni þar sem hún meðal annars berst með beran bossann við ninja-gaura.

Nóttinni eyddi ég við að forrita í java, skilaði klukkan níu í morgun og fór heim að sofa.

Í kvöld var það svo smá krukk í fartölvum, skipti hörðum drifum á milli tveggja HP OmniBook XE3 véla, þær eru orðnar aldurshnignar á tölvumælikvarða (2-3 ára) en brúklegar enn.

Framboðsfrestur til embættis í bráðabirgðastjórn Crymogaea rennur út á miðnætti og kosið um helgina. Ég ákvað að skella mér í framboð eftir vandlega íhugsun.

Áhugavert:

  • Hitler’s Best Friend
  • Doctors Advised to Stop Interrupting and Listen
  • A New Line of Work for the Tooth Fairy?
  • Does Saddam Have Three Doubles??
  • Comments are closed.