Er Finnland súrt land og í sama flokki og alræðisríkin Kína og Norður-Kórea? Svo segir Pawel í grein sinni á Deiglunni. Sjálfur er ég ekki alveg sammála þessari greiningu á grey Finnunum.
Þriðja árið í röð mistekst Fylki á lokadegi Íslandsmótsins í knattspyrnu að tryggja sér titilinn. Ég óska Willumi Þór til hamingju, þekki manninn og veit að meiri keppnismann hef ég ekki augum litið, smá fíflaskapur á körfuboltavelli er tekin af jafnmikilli hörku og úrslitaleikur.
Réðst til atlögu við garðinn í dag, rakaði saman þeim laufum sem þegar voru fallin til jarðar og horfði illilega á þær þúsundir sem enn hanga á trjánum. Því næst var sláttuvélin dregin fram, hún stóð sína plikt í bakgarðinum en þegar að aðalgarðinum var komið fór hún að drepa á sér hvað eftir annað, kæfði sjálfa sig. Pabbi leit einmitt við og tækjakallinn hann benti á að hugsanlega gæti það verið möguleiki (kannski) að kertissnúran (eða hvað það heitir) þarfnaðist þéttingar við. Framgarðurinn er því með mjórri rönd af slegnu grasi. Framhald síðar með annari sláttuvél líklegast.