Litla Kattholt

Dæmið um óréttlæti heimsins kristallast í jafnvel smámunum eins og þeim að á meðan að 3 bestu útvarpsstöðvarnar eru lagðar niður skilst mér að FM957 lifi ennþá.

Fór í próf í dag og kom því heim í hádeginu úr vinnunni, sá þá einn ógnarstóran kött, bolabítslegur kubbur frekar en feitt flykki, fyrir framan húsið. Þegar ég kom svo heim úr prófinu var hann farinn en tveir aðrir komnir í staðinn, annan kannast ég við, hann er fastagestur á tröppunum hérna, en hinn hef ég ekki séð áður. Fólkið á 1. hæðinni gefur köttunum nefnilega iðulega að drekka þannig að þeir leita alltaf aftur hingað. Ég vona að maður þurfi ekki að fara að vaða í gegnum kattasjó til að komast heim til sín.

Prófið gekk sæmilega, hefði örugglega getað fengið mun betra ef ég hefði asnast til að lesa bókina fyrr, ótrúlegt hvað maður skilur þegar maður les svoleiðis…

Áhugavert:

  • ‘Now after 18 years, Milan. It is better that I don’t see it’
  • Vatican Rips Berlusconi over Immigrant Death Quip
  • Comments are closed.