Fórum í gær á Harry Potter og eldbikarinn. Völdum okkur lúxussal til þess að gera vel við okkur og til að sleppa við barnaskarann.
Það var hins vegar ekki betri áætlun en það að ein fimm ára stúlka var þarna, sem og ein átta ára stelpa og níu ára strákur eða svo.
Aldurstakmark í Lúxussal Sambíóanna er auglýst 16 ára, myndin sjálf er bönnuð innan 12 ára en aðspurðir sögðu foreldrar að miðasölustúlkur hefðu sagt þetta vera í lagi þar sem hún væri í fylgd fullorðinna, og miðavörslustrákarnir sögðu hið sama þegar ég spurði þá.
Þetta eru arfavitlausir viðskiptahættir og þjónustan er auglýst á fölskum forsendum þegar sagt er að 16 ára aldurstakmark er í salinn. Einnig kallað svik.
Hvað hátterni foreldranna varðar, að fara með smábarn á mynd með óhuggulegum atriðum, læt ég eftir sálfræðingum landsins.