Einstrengingsháttur

Forsetafrú Úganda ætlar núna á þing og hefur tilkynnt framboð sitt. Heyrði einmitt í henni á föstudagskvöldið síðasta á BBC þar sem hún prédikaði yfir ungmennum að smokkanotkun væri jafngild þjófnaði og morði, allt þetta sýndi skort á sjálfstjórn. Hennar lausn við eyðnivandanum sem er að kafsigla Úganda er skírlífi þar til eftir brúðkaupsdaginn. Bandaríkjastjórn mokar peningunum í þann málstað.

Hún bætti reyndar um betur og sagði að það væri hennar staðfasta trú að eyðni væri refsing frá guði og þeir sem fengju hana ættu það skilið.

Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru þeir ekki mikið betri. Þar handtóku þeir 11 pör samkynhneigðra sem voru að gifta sig. Þeir verða líklega skikkaðir í hormónameðferð til að "laga" þá auk fangelsis og hýðingar.

Comments are closed.