Mannanafnanefnd samþykkti 60 ný nöfn á síðasta ári en hafnaði rúmlega 20. Mun algengara er að nöfn séu samþykkt en að
þeim sé hafnað.Kvenmannsnöfn sem samþykkt voru voru m.a. Aurora, Kirsten, Maj, Natalie, Nicole, Susan og Tanya. Karlmannsnöfnin voru Christian, Cýrus, Ebenezer, Patrick, Snævarr og Zophonías.
Karlmannsnöfnin sem hlutu náð fyrir augum nefndarinnar eru m.a.: Adel,
Aðalbert, Atlas, Bambi, Díómedes, Elvin, Fúsi, Gaui, Grímnir, Jónar,
Kakali, Mattías, Nóvember, Orfeus, Sigur, Skuggi, Svörfuður, Tindar, Váli, Vilbjörn, Vígmar og Ylur.
(Textavarp.is)
Veistu, mig langar að vita hvaða fasistar hanga ennþá í því að það sé þeirra að ákveða hvað fólk kallar sig og börn sín!
Mig grunar sterklega að þeir heiti til dæmis þingmenn.
Annars þá er það helst í fréttum að eftir 1242 daga þar sem færsla hefur birst á hverjum degi hjá mér, þá lauk þeirri hrinu með þriggja daga hléi fyrir þessa færslu. 1242 dagar eru annars tæplega þrjú og hálft ár. Ekki amaleg hrina en hlaut að enda einhver tímann.