The Incredibles

Kíktum í kvöld á The Incredibles. Fínasta teiknimynd sem er með góðri fullorðins undiröldu sem að krakkarnir taka ekki eftir.

Reyndar stóð þetta tæpt á tímabili þegar við komumst að því að vikugömul mynd var komin í kjallaraholuna í Háskólabíói, sem betur fer náðum við í tæka tíð til að sjá myndina í almennilegum sal í Mjóddinni.

Þessi fáránlega tilhögun kvikmyndahúsanna, að sýna sömu myndina í öllum sölum og skipta henni út eftir viku, gerir líkurnar á því að ég fari í bíó enn minni en ella.

Comments are closed.