Banda Aceh og framtíðarsýnir fyrri tíma

Þessar myndir frá Banda Aceh (sem varð einna verst úti í flóðbylgjunni ógurlegu) sem sýna fyrir og eftir atburðinn gera manni ljóst hvers konar ógnarafl fór þarna um og hversu lítið stendur eftir. Fleiri álíka svakalegar myndir að finna á þessari síðu.

Las í dag Gateway eftir Frederik Pohl. Síðasta bókin í jólalesningu minni úr bókaflokknum Millenium SF Masterworks.

Bækurnar sem ég las að þessu sinni voru með margar sameiginlegar pælingar, offjölgun mannkyns, fæðuskortur og hvernig heilsuþjónusta er orðin einungis fyrir hina efnuðu.

Framtíðarsýn sem sífellt færist nær raunveruleikanum.

Comments are closed.