Monthly Archives: June 2003

Uncategorized

Kommentið

Komment dagsins:

think most Californians could think of much better uses for that money than building a monument to dead homosexuals and IV drug users in the form of a pagan god once worshipped with human sacrifice. (src)

Þetta má súmmera up sem “Enga helvítis homma takk eða heiðingja! Lifi kristin Ameríka”.

Fór í dag með nýju tölvuna hans Kára í viðgerð… aftur! Síðast var það USB dæmi sem reyndist vera gallað og núna er það líklega skjákortið sem er gallað. Drengurinn er einstaklega óheppinn í þessum málum… sagan er enn lengri!

Uncategorized

Smáatriðin

Smá tæknihikst hjá mér í dag eyddi út færslu hjá tengdó sem var alveg gjörsamlega óvart :p

Það kostaði að minnsta kosti ekki jafn mikið og þessi mistök gerðu, 24 milljónir dollara vegna villu í Excel.

Uncategorized

Heimilismönnum fjölgar

Enn fjölgar í heimilinu að betra.is. Nú síðast var tengdó að hefja skriftir á netið og að auki bíða nokkrir aðrir í startholunum með sitt efni og vefsvæði.

Rakst á grein um nýtt andlit nýnasistasamtaka í Phoenix, Arizona.

Uncategorized

Fréttavaktin

Það er afrískur Big Brother í gangi þar sem keppendur koma frá sitt hverju landinu, læti í gangi núna vegna þess að einn þátttakenda er hvítur.

George Orwell gæti vafalaust sagt margt um atburði dagsins í dag, hérna er smá hugleiðing um það.

Svo er að lokum fréttin um að 12 (næstum örugglega) saklausum borgurum hafi verið sleppt úr haldi þar sem lögreglumaðurinn sem bjó til málið frá A-Ö er líklega versti lögreglumaður í heimi.

Uncategorized

Tölvuleikir, Hillary og fimm foreldra munaðarleysingi

Frétt frá því í janúar sem ég sá fyrst í dag, skemmtilegar fréttir fyrir okkur leikjaunnendur.

Hillary Clinton gaf nú á dögunum út bók um ár sín sem forsetafrú, tvær áhugaverðar greinar um þá bók og hvort hún fari fram í forsetaslaginn árið 2008.

Erfðabreytingarnar eru svo að valda mjög flóknum málum, barn sem á fimm foreldra en er samt munaðarlaust… þetta eru hinir nýju tímar.

Uncategorized

Kökur, Neil Gaiman, gasblöðrubílar og bökuhaldari

Í dag var haldið smá kaffiboð eins og Sigurrós greinir frá.

Rithöfundurinn Neil Gaiman stoppar kannski á Íslandi á næstu dögum, hann eins og aðrir útlendingar fær betra verð hjá Flugleiðum Icelandair en við hér heima.

Það er fjör eins og vanalega hjá bullukollum Bush og félaga. Efnavopnabílarnir svokölluðu voru bara til að vinna gas. Þessar teiknimyndir segja flest sem segja þarf.

Ekki veit ég hvað menn borða á fótboltavöllum hér á landi en þetta væri kannski sniðugt.

Uncategorized

Sigurrós B.Ed.

Sumum finnst víst skammstöfunin B.Ed. fyndin (ég er líklega of vanur henni í þessu samhengi til að hafa sama húmor).

Í dag útskrifaðist mín ástkæra frá Kennaraháskólanum með 8.97 í meðaleinkunn.

Útskriftarathöfnin var hátíðleg, tvær aríur sungnar. Ræðuhöld sem betur fer í lágmarki fyrir utan rektor sem vill fá einn ofurháskóla. Spurning hvernig það fari en svo mikið er víst að það þarf að fara með vendi í Háskóla Íslands og sópa þar til og henda fullt af smákóngum út sem eru baggi á þeim deildum sem þeir bera ábyrgð á eða kenna við.

Eftir útskriftina fórum við í Ráðhúsið þar sem veitingar í boði tengdó voru innbyrðar.

Litum við í útskriftarteiti Steinunnar sem var haldið í svaðalega flottu raðhúsi með garð á við meðal fótboltavöll.

Svo var það Perlan þar sem tengdó borgaði enn og aftur. Við hjónaleysin fengum okkur andarbringur sem smökkuðust afar vel og allir kátir með matinn.

Svo var það partý hjá Sigrúnu sem var góðmennt og góðar samræður fóru í gang.

Nýju jakkafötin mín virtust vekja almenna ánægju en ég var þó spurður hvort ég væri í viðskiptadeild… *hóst*ónei!*hóst*.

Fínn dagur í alla staði og komum þreytt en ánægð heim.


Úr fótboltaheiminum er það að frétta að “Joey” Guðjónsson er kannski á leið til Aston Villa sem skiptimynt fyrir Juan Pablo Angel, ekki slæmt fyrir “Joey” að komast þangað sem menn vilja hann og hann er að standa sig.

Uncategorized

Spikk og span

Það er ekkert svo slæmt að hjóla í svona rigningu ef maður er í réttu fötunum utan yfir skrifstofufötunum. Kostur þó hversu stutt er að fara (þó allt sé upp í móti á leiðinni heim).

Sigurrós er búin að vera eins og Mr. Muscle í auglýsingunum og þeyst um alla íbúð og gert spikk og span. Á morgun er stór dagur hjá henni þegar hún útskrifast úr Kennó.

Uncategorized

Uppstrílun

Í tilefni af því að konan mín er að fara að útskrifast nú um helgina þá var ég dreginn í Kringluna með því loforði að þaðan út færi ég ekki nema með jakkaföt og skó. Það varð eftir þó að marmaragólfin hafi farið illa með mig og ég verið orðinn tvöfalt haltur á öðrum fæti.

Klipping í dag líka þannig að maður ætti að vera þokkalegur.

Uncategorized

Fagmenn

Kom í dag nokkrum sinnum við hjá Örtækni og í sameiningu tókst okkur að leysa undarlegt vandamál með eldgamla græju. Á endanum varð úr að snúru og tvö millistykki þurfti til að tengja saman þessa græju og aðra. Þeir eru algjörir fagmenn og kunna sitt fag og eru með öll millistykki og allar snúrur og kapla sem hægt er að hugsa sér. Fer þangað af og til og alltaf er þjónustan til fyrirmyndar.

Ég skrapp líka í fyrsta sinn í aðra verslun en ljóstra ekki meiru þar um fyrr en eftir helgi. Þar var fagmennskan líka í fyrirrúmi.

Neil Gaiman benti svo á þakkarræðu Gollums fyrir Óskarinn og örstutta útgáfu af Hringadróttinssögu.