Fagmenn

Kom í dag nokkrum sinnum við hjá Örtækni og í sameiningu tókst okkur að leysa undarlegt vandamál með eldgamla græju. Á endanum varð úr að snúru og tvö millistykki þurfti til að tengja saman þessa græju og aðra. Þeir eru algjörir fagmenn og kunna sitt fag og eru með öll millistykki og allar snúrur og kapla sem hægt er að hugsa sér. Fer þangað af og til og alltaf er þjónustan til fyrirmyndar.

Ég skrapp líka í fyrsta sinn í aðra verslun en ljóstra ekki meiru þar um fyrr en eftir helgi. Þar var fagmennskan líka í fyrirrúmi.

Neil Gaiman benti svo á þakkarræðu Gollums fyrir Óskarinn og örstutta útgáfu af Hringadróttinssögu.

Comments are closed.