Sigurrós B.Ed.

Sumum finnst víst skammstöfunin B.Ed. fyndin (ég er líklega of vanur henni í þessu samhengi til að hafa sama húmor).

Í dag útskrifaðist mín ástkæra frá Kennaraháskólanum með 8.97 í meðaleinkunn.

Útskriftarathöfnin var hátíðleg, tvær aríur sungnar. Ræðuhöld sem betur fer í lágmarki fyrir utan rektor sem vill fá einn ofurháskóla. Spurning hvernig það fari en svo mikið er víst að það þarf að fara með vendi í Háskóla Íslands og sópa þar til og henda fullt af smákóngum út sem eru baggi á þeim deildum sem þeir bera ábyrgð á eða kenna við.

Eftir útskriftina fórum við í Ráðhúsið þar sem veitingar í boði tengdó voru innbyrðar.

Litum við í útskriftarteiti Steinunnar sem var haldið í svaðalega flottu raðhúsi með garð á við meðal fótboltavöll.

Svo var það Perlan þar sem tengdó borgaði enn og aftur. Við hjónaleysin fengum okkur andarbringur sem smökkuðust afar vel og allir kátir með matinn.

Svo var það partý hjá Sigrúnu sem var góðmennt og góðar samræður fóru í gang.

Nýju jakkafötin mín virtust vekja almenna ánægju en ég var þó spurður hvort ég væri í viðskiptadeild… *hóst*ónei!*hóst*.

Fínn dagur í alla staði og komum þreytt en ánægð heim.


Úr fótboltaheiminum er það að frétta að “Joey” Guðjónsson er kannski á leið til Aston Villa sem skiptimynt fyrir Juan Pablo Angel, ekki slæmt fyrir “Joey” að komast þangað sem menn vilja hann og hann er að standa sig.

Comments are closed.