Spikk og span

Það er ekkert svo slæmt að hjóla í svona rigningu ef maður er í réttu fötunum utan yfir skrifstofufötunum. Kostur þó hversu stutt er að fara (þó allt sé upp í móti á leiðinni heim).

Sigurrós er búin að vera eins og Mr. Muscle í auglýsingunum og þeyst um alla íbúð og gert spikk og span. Á morgun er stór dagur hjá henni þegar hún útskrifast úr Kennó.

Comments are closed.