Monthly Archives: March 2003

Uncategorized

Shaolin Soccer

Fékk lánaða myndina Shaolin Soccer, eða Siu lam juk kau eins og hún nefnist á frummálinu, á DVD. Þökk sé asnalegheitunum hjá kvikmyndaframleiðendum þurfti ég að horfa á hana í gegnum tölvuna sem er ekki eins auðvelt og í DVD-spilaranum. Myndin er sumsé Region 3 en við Evrópubúar notum Region 2 ásamt Japönum.

Myndin er frábær skemmtun! Sígilt ævintýri um hina umkomulausu sem stefna á sigur, strák og stelpu, rangindi bætt. Önnur eins útfærsla á þessum þekktu minnum hefur ekki sést áður held ég. Ég held ég spari lýsingarorðin þar sem ég get ekki komist nálægt því hvað mér finnst myndin frábær. Þetta verður skyldueign á DVD.

Uncategorized

Íslenskan

Binni er mikill íslenskumaður og ekki sáttur við hugtakið “verðteygnar vörur”, að minnsta kosti þegar kemur að eldsneyti sem ekki er selt sem “vara”. Guðmundur er að nema þessi fræði og segir

“notkun hugtaksins verðteygni er því ekki til marks um slæma máltilfinningu, heldur er bara verið að sletta frösum úr hinni merku hagfræði”

Ég held að Guðmundur hafi ekki náð punktinum, þessi frasi úr hagfræðinni er frekar asnaleg íslenska. Það eru mörg hugtökin sem þarf að þýða yfir á ylhýra úr ensku. Mjög misjafnlega tekst til og því miður oftast illa. Íslenskan byggist á miklu leyti á því að vera gegnsæ, samsett orð og hugtök eiga að vera skiljanleg við að sjá orðin sem mynda þau. Þetta er snúin list, því miður þarf stundum að sætta sig við slæma íslensku til að fá lýsandi hugtak.

Ég átti smá orðaskipti við Binna þar sem það stakk mig örlítið að spyrða saman geirfugli og verndun íslenskrar tungu. Ég held að íslenskan sé í ágætis málum, tungumál eru tjáskiptatæki sem taka þróun. Tungumál sem er krufið í eindir missir oft sveigjanleikann sem þarf til að það nýtist þeim sem það tala. Því lengist oft runan yfir undantekningar og ambögur sem hljóta sess í viðkomandi tungumáli.

Mamma leit við hjá okkur í kvöld, sjaldan sem við erum öll þrjú saman. Háskólanám er rúmlega fullt starf, hvað þá þegar unnið er í hlutavinnu með því. Verst að LÍN finnst það ekki.

Mamma var einmitt að nefna þau orð heilbrigðismálaráðherra að enginn þyrfti að bíða lengur en þrjá mánuði eftir aðgerð. Það eru nýjar fréttir fyrir ömmu sem hefur beðið í tvö ár. Biðlisti eftir mjaðmaaðgerð telur 400 manns í Reykjavík og 100 manns á Akranesi. Lygar ráðamanna og vanmáttur heilbrigðiskerfisins eru mál sem þarf að taka á í komandi kosningum. Verst að enginn einn aðili virðist geta sett almenna borgara í þann forgang sem þeir eru að borga fyrir með skattfé sínu. Sendiráð í Berlín upp á milljarð króna er mikilvægara til að halda andliti Íslands út á við virðulegu.

Orð ráðamanna að ekki gengi að senda embættismenn út með lággjaldaflugfélögum þar sem það væri álitshnekkir fyrir Ísland sýnir firru þessara manna.

Tómas benti á sniðuga síðu þar sem má sjá fjölda þeirra sem bera umbeðin eigin- og millinöfn. Þetta ásamt Íslendingabókinni ætti að kæta áhugamenn um nöfn og ættir gríðarlega. Ánægjulegt að sjá að vefur Hagstofunnar hefur þroskast síðan að ég leit þar síðast við.

Í Írak er verið að sprengja eins og flestir vita en færri tóku eftir því að á sama tíma var blásið til nýrrar sóknar í Afganistan gegn Al-Qeda. Yfirmenn í Pentagon virðast reyndar ekki hafa tekið eftir þessum stóru hernaðaraðgerðum sjálfir,

The United States has launched one of its biggest military assaults on Afghanistan since Operation Anaconda a year ago but insisted it was a “coincidence” that the offensive began on the same day as the attacks on Iraq.

Ha? Vorum við að gefa skipun um árás á Írak og um leið árás á stóra hluta Afganistans? Við bara tókum ekkert eftir því.

Uncategorized

Hannað til að meiða

Í dag varð ég endanlega sannfærður um að heimurinn er snarvitlaus. Það var ekki stríðsbrölt pabbastráka, fátækt, hungur og ófarir í heiminum. Nei, það var hnakkurinn á æfingahjólinu í ræktinni. Hjólahnakkar eru fáránlegir… þeir virðast hannaðir til að meiða og limlesta þennan viðkvæma hluta beggja kynja.

Að við skulum láta bjóða okkur þetta sýnir bara hversu vitlaus við erum öll. Það er brýn þörf á alvöru lausn fyrir hjólahnakka, ella fer ég að selja hjólið mitt og redda mér bara línuskautum.

Ég les teiknimyndasögur talsvert, byrja hvern dag á netinu á því að skoða daglega skamtinn. Myndasögur eru áhugavert listform, ein mynd – þúsund orð og það allt. Sjálfur er ég vonlaus teiknari en stóðst ekki mátið að fikta aðeins í Photoshop til að búa til mynd sem er tileinkuð George W. Bush og ræðuriturum hans, ef þeir mega alhæfa áskil ég mér þann rétt einnig (ég hins vegar lýg ekki blákalt).

Á Textavarpinu mátti lesa að byrjað væri að gera loftárásir á stórskotaliðsstöðvar Íraka nálægt borginni Basra.

Pentagon staðfestir árásirnar en segir stríð ekki vera hafið.

Nei.. við erum ekkert að slást.. ég er bara að dangla í hann!

Ótrúlega magnað hvað þeir komast upp með. Fölsuð gögn, misvísandi upplýsingar, tvísaga og þrísaga, nota gamlar ritgerðir sem nýjustu upplýsingar og svo má áfram telja. Allt komast þeir upp með, fjölmiðlar gjörsamlega getulausir.

Uncategorized

3 tíma stríð? Fiskur og trú

Dreymdi í nótt draum, tja eða martröð. Sá frétt í sjónvarpinu að á þremur tímum hefðu Bandaríkjamenn rúllað yfir Írak og væru með Bagdad á valdi sínu. Varð pínulítið feginn því að það þýddi að það gátu varla margir saklausir fallið á þremur tímum. Allt útlit er fyrir að raunveruleikinn verði mun dekkri.

Davíð Oddsson heitir fullum stuðningi við HVAÐ SEM Bandaríkjamenn munu taka upp á. Kannski langsótt dæmi en ætli þeir láti eina kjarnorkubombu detta á Bagdad? Davíð gúterar a.m.k. hvað sem er.

Fengum okkur fisk í gær, í annað sinn (Sigurrós segir samt fyrsta) sem slíkt er á boðstólum á heimili okkar. Ýsa í ostasósu. Var í lagi en sósan frekar væmin. Maginn hins vegar er búinn að gurgla í alla nótt og allan dag… mjög undarlegt.

Talandi um fiska, þá geta menn skoðað Cult of Cod. Virðist vera guðleysingjavefur sem notar þorskinn sem trúartákn sem ádeilu á trú.

Uncategorized

Hermenn lentir í USA?

Já, B-bræðurnir blóðglöðu eru víst á leið í stríð, sem ekki er hægt að komast hjá því að þeir vilja fara í stríð. Að öðrum kosti væri hægt að komast hjá því!

Á sama tíma sést til dularfullra hersveita í Texas, ætli menn telji ekki að þar sé hættan frá Írak á ferð? Sérþjálfaðar sveitir frá Hussein! Það hljómar a.m.k. sem nokkurs konar afsökun.

Which OS are You?
Which OS are You?

Mér finnst OS X einmitt mjög töff og það er í myndinni hjá mér í framtíðinni. 17″ PowerBook með OS X. Þegar ég verð ríkur.

Uncategorized

Rautt, blátt, brúnt og gult

Ég óska manninum með rauða andlitið góðs bata, í þessari viku mun hann líka fá blátt, brúnt og gult andlit. Grey strákurinn.

Uncategorized

Ostakakan búin

Sigurrós bjó til ostaköku fyrir viku og tilkynnti það heiminum. Ég þyki mikill ostakökuáhugamaður hin síðari ár og því þótti undrum sæta að engar frekari fréttir bærust af þessu, sérstaklega þar sem ostakakan var vel stór.

Ástæðan er einföld, ég var ekkert að básúna tilvist kökunnar þar sem að ég ætlaði mér að sitja að verulegum hluta hennar. Það virðist hafa tekist bærilega og í dag borðaði ég síðustu sneiðina. Því er loksins óhætt að gefa það út að ostakakan heppnaðist sérdeilis vel hjá minni ástkæru og rann ljúflega niður. Næst mun ég kannski leyfa fleirum að njóta 🙂

Í kvöld gáfum við RÚV smá séns og sáum bara sæmilega grínmynd, Down Periscope sem skartaði Frasier sjálfum og Harland Williams úr “Geena Davis show” auk fyrrum frú Jim Carrey, henni Lauren Holly sem íklæddist þrengsta sjóliðabúningi sögunnar og naut sín nokkuð vel.

Uncategorized

Hlutverk opinberra aðila

Í gær fluttum við fyrirlestur þar sem við kynntum 25% verkefni okkar í faginu “Rekstur upplýsingakerfa”. Ég er búinn að smella skýrslunni sjálfri, Hlutverk opinberra aðila í mótun stefnu í upplýsingatækni hér á vefinn í pdf-formi.

Uncategorized

Troddu starfinu

Grein á Salon fjallar um vefinn Fuck that job þar sem birtar eru starfsauglýsingar þar sem fyrirtæki eru að reyna að fá fólk til starfa ókeypis eða á lúsarlaunum, þau sjá neyð og atvinnuleysi og vilja nýta sér það með ókeypis starfskröftum. It’s the jungle baby!

Mér finnst annars óhuggulega undarlegt að það þurfi lög til að fá ríkisborgararétt á Íslandi. Er það ekki einum of yfirdrifið? Það hlýtur að vera hægt að gera það með leyfisbréfi eða ríkisborgaravottorði eða álíka?

Uncategorized

Beastie Boys

Eins og Einar benti á þá hafa snillingarnir í Beastie Boys gefið út lag sem að andmælir stríðsbröltinu í Bush og félögum hans í hergagnaiðnaðinum. Þeir drengir hafa skoðanir á málunum og hafa verið ötulir stuðningsmenn Tíbet sem var hernumið af Kínverjum fyrir margt löngu og eru Tíbetar nú óðum að verða minnihluti í eigin landi auk þess sem trú þeirra og mál eru að mestu bönnuð.

“We felt it was important to comment on where the US appears to be heading now. A war in Iraq will not resolve our problems. It can only result in the deaths of many innocent civilians and US troops. If we are truly striving for safety, we need to build friendships, not try to bully the rest of the world.”

– Adam Yauch

“Being together, writing and recording, we felt it would be irresponsible not to address what’s going on in the world while the events are still current. It didn’t make sense to us to wait until the entire record was finished to release this song.”

– Mike D

“This song is not an anti-American or pro-Saddam Hussein statement. This is a statement against an unjustified war.”

– Adam Horovitz

Lagið reyndar ekki með því besta sem frá þeim hefur komið en boðskapurinn skiptir meira máli en umbúðirnar.