Ostakakan búin

Sigurrós bjó til ostaköku fyrir viku og tilkynnti það heiminum. Ég þyki mikill ostakökuáhugamaður hin síðari ár og því þótti undrum sæta að engar frekari fréttir bærust af þessu, sérstaklega þar sem ostakakan var vel stór.

Ástæðan er einföld, ég var ekkert að básúna tilvist kökunnar þar sem að ég ætlaði mér að sitja að verulegum hluta hennar. Það virðist hafa tekist bærilega og í dag borðaði ég síðustu sneiðina. Því er loksins óhætt að gefa það út að ostakakan heppnaðist sérdeilis vel hjá minni ástkæru og rann ljúflega niður. Næst mun ég kannski leyfa fleirum að njóta 🙂

Í kvöld gáfum við RÚV smá séns og sáum bara sæmilega grínmynd, Down Periscope sem skartaði Frasier sjálfum og Harland Williams úr “Geena Davis show” auk fyrrum frú Jim Carrey, henni Lauren Holly sem íklæddist þrengsta sjóliðabúningi sögunnar og naut sín nokkuð vel.

Comments are closed.