Hannað til að meiða

Í dag varð ég endanlega sannfærður um að heimurinn er snarvitlaus. Það var ekki stríðsbrölt pabbastráka, fátækt, hungur og ófarir í heiminum. Nei, það var hnakkurinn á æfingahjólinu í ræktinni. Hjólahnakkar eru fáránlegir… þeir virðast hannaðir til að meiða og limlesta þennan viðkvæma hluta beggja kynja.

Að við skulum láta bjóða okkur þetta sýnir bara hversu vitlaus við erum öll. Það er brýn þörf á alvöru lausn fyrir hjólahnakka, ella fer ég að selja hjólið mitt og redda mér bara línuskautum.

Ég les teiknimyndasögur talsvert, byrja hvern dag á netinu á því að skoða daglega skamtinn. Myndasögur eru áhugavert listform, ein mynd – þúsund orð og það allt. Sjálfur er ég vonlaus teiknari en stóðst ekki mátið að fikta aðeins í Photoshop til að búa til mynd sem er tileinkuð George W. Bush og ræðuriturum hans, ef þeir mega alhæfa áskil ég mér þann rétt einnig (ég hins vegar lýg ekki blákalt).

Á Textavarpinu mátti lesa að byrjað væri að gera loftárásir á stórskotaliðsstöðvar Íraka nálægt borginni Basra.

Pentagon staðfestir árásirnar en segir stríð ekki vera hafið.

Nei.. við erum ekkert að slást.. ég er bara að dangla í hann!

Ótrúlega magnað hvað þeir komast upp með. Fölsuð gögn, misvísandi upplýsingar, tvísaga og þrísaga, nota gamlar ritgerðir sem nýjustu upplýsingar og svo má áfram telja. Allt komast þeir upp með, fjölmiðlar gjörsamlega getulausir.

Comments are closed.