Shaolin Soccer

Fékk lánaða myndina Shaolin Soccer, eða Siu lam juk kau eins og hún nefnist á frummálinu, á DVD. Þökk sé asnalegheitunum hjá kvikmyndaframleiðendum þurfti ég að horfa á hana í gegnum tölvuna sem er ekki eins auðvelt og í DVD-spilaranum. Myndin er sumsé Region 3 en við Evrópubúar notum Region 2 ásamt Japönum.

Myndin er frábær skemmtun! Sígilt ævintýri um hina umkomulausu sem stefna á sigur, strák og stelpu, rangindi bætt. Önnur eins útfærsla á þessum þekktu minnum hefur ekki sést áður held ég. Ég held ég spari lýsingarorðin þar sem ég get ekki komist nálægt því hvað mér finnst myndin frábær. Þetta verður skyldueign á DVD.

Comments are closed.