Miðaldir hinar seinni

Jújú.. það sem ég hef tautað undanfarna mánuði um að við upplifum nú nýjar miðaldir er sífellt að verða greinilegra.

Hermenn fá sendar bækur með bænum sem þeir eiga að fara með og eiga að biðja fyrir forseta sínum. Hinum megin víglínunnar biðja menn fyrir sínum forseta. Sonur prédikarans Billy Graham er í startholunum, tilbúinn að mæta með herskara kristniboða til Írak til að frelsa grey múslimina. Frakkar eru orðnir tákn hins illa af því að þeir fara ekki eftir því sem páfinn… afsakið.. forseti Bandaríkjanna segir. Páfinn er á móti stríðinu, kaþólska kirkjan aðeins að linast greinilega frá fyrri tíð.

Í Bandaríkjunum skrifar svo lítill strákur reglulega pistla þar sem hann segir frá hættulegum árásum frjálslyndra á amerísku fjölskylduna og að Frakkar séu “Such a morally repugnant and arrogant nation should be no friend of the United States.” (src). Verðandi forseti Bandaríkjanna?

Blöðin vestra hafa verið dugleg að kippa þeim burtu sem skrifa greinar gegn innrásinni, þetta er ekkert til að undrast þar sem að Bandaríkin hafa nú ekki verið þekkt sem lýðræðislegasta ríki heims hingað til, þó þau geri tilkall til þess titils.

The United States is far behind other Western countries, such as, Canada, Norway, Iceland, and France when it comes to press freedom
src

Örlítið léttari mál, sorpritið The Sun, sem er nota bene ákafur stuðningsaðili innrásarinnar, er með stuttfréttir á vefnum og í dag mátti lesa þar:

A FIRM in Southport, Merseyside, is supplying a plastic ice rink to Reykjavik, Iceland. Boss Bill Thorpe said: “It’s like sending coals to Newcastle.”

Þess má geta að Newcastle er mesti kolanámubær Bretlands.

Comments are closed.