Léttleikinn

Þar sem í dag var síðasti skóladagurinn og að auki föstudagur er ekki verra að létta sér aðeins upp. Pirringurinn yfir Írak, Kárahnjúkum og firringarstjórninni er vissulega til staðar en stundum verður að leiða það hjá sér.

Non Sequitur er skemmtilegt í dag.

Þeir sem eru leiðir á ruslpósti geta lesið um raunir þeirra sem að gera sitt besta til að minnka flauminn.

Áhugaverð tíðindi af heilsumálum, pattaralegum börnum er mun hættara við sykursýki en þeim sem eru minni um sig, þetta getur gjörbreytt núverandi ungbarnavísdómi þar sem áhersla er lögð á að hafa börnin mikil um sig fyrstu árin.

Comments are closed.