Einkavinavæðingin

Á meðan að þeir efnamestu í þessu þjóðfélagi vilja einkavæða allt sem er í höndum ríkisins fáum við hvað eftir annað fréttir frá Ameríku, þar sem þegar er búið að einkavæða allt, af því hvernig græðgi þessara einkafyrirtækja veldur öðrum fyrirtækjum og almennum borgurum tjóni.

Greedy companies held California hostage through illegal manipulation. (src)

Það er margt sem ríkið á ekki að vasast í vissulega. En nokkrar grundvallarþjónustur verða að vera í höndum fólks sem að hægt er að treysta og svarar til saka gagnvart lýðræðislega kjörnum stjórvöldum. Lausnin á lélegri stjórnun ríkisfyrirtækja er sú að fá hæfa stjórnendur og greiða þeim mannsæmandi laun, ekki afdankaða flokksliða sem hafa ekkert betra gert en að vera vilhollir ráðandi öflum og ganga svo út með milljónir fyrir að gera ekki vinnuna sína.

Minnir endilega að Norðmenn séu einmitt í miklum vanda eftir einkavæðingu orkufyrirtækja. Vanda sem ekki var til fyrir einkavæðingu.

Innrásin í Írak stendur enn yfir, draumur minn að þetta gengi yfir á þremur klukkutímum talsvert fjarri marki. Ein vika komin og líklega annað eins eftir. Ekkert fréttist frá aðalbloggara Bagdad og heimurinn heldur í sér andanum.

Á CNN er svo að finna frétt sem greinir frá því að ár er síðan að Bush sagði að þeir ætluðu að kippa Saddam Hussein burtu. Þegar meira að segja CNN, sem hafa verið mjög leiðitamir forsetanum, segir frá svona hlýtur það að benda til þess að þetta eigi við rök að styðjast.

Annars var að berast sú frétt að Richard Perle, formaður nefndar sem að ráðleggur Donald Rumsfeld (varnarmálaráðherra BNA), hafi sagt af sér. Hann er einmitt einn helsti talsmaður New American Century sem vilja að Bandaríkin hagi sér eins og Rómarveldi og leggi heiminn undir sig.

Comments are closed.