Monthly Archives: September 2002

Uncategorized

Aeron aftur

Fribba leit við í vinnunni með Þórnýju litlu, mánaðargömul krílið og gerði fátt nema sofa og losa sig við umframnæringu. Þó nokkrir spurðu mig hvort ég væri ekki með eitt á leiðinni. Svo er ekki.

Sumir fengu Aeron-stólana frábæru á góðu verði í dag, 1 árs gamla og notaða reyndar en í ábyrgð næstu 11 árin og algjör kjarakaup. Ég var ekki meðal þessara sumra, en spurningin er sú hvort að maður eigi að skoða það að fá eitthvað af fólki í lið með sér og panta beint að utan og fá hópafslátt fyrir vikið? Mig dauðlangar í Aeron-stól en hef ekki alveg efni á að borga 99 þúsund krónur fyrir stykkið út úr búð hérna heima. Áhugasamir sendi mér póst, netfangið er myndað úr veffanginu.

Í kvöld dó Nagportal ásamt þó nokkrum fjölda einstaklingsvefja, SCSI-diskur sem að gerði Agli og félögum vondan grikk. Gunni var einmitt að missa heimavélina sína í djúpt dá, vonandi kemur þessi vá ekki yfir mig, búinn að fá minn skammt í ár held ég.

Áhugavert:

  • Land hinna ófrjálsu
  • Mozilla rising
  • Uncategorized

    Nóg að gera

    Nóg að gera í skólanum. Kláruðum að setja saman skýrslu í dag, bara eftir að fínpússa útlitið. Þá er bara að klára Java-verkefnin, það tekur aðeins meiri tíma.

    Birti greinarstúf á Huga um þessa blessuðu Grikki.

    Einn leikur sem ég er farinn að verða spenntur fyrir, Star Wars:Galaxies, ekkert spilað svona online role-playing áður en þessi virðist ætla að verða ótrúlegur!

    Áhugavert:

  • No fun, no games, as Greece takes a gamble
  • Uncategorized

    Vannýtt sólarhelgi

    Magnaðir í Grikklandi. Þeir vildu banna tölvuleiki sem að tengjast veðmálum, komust að því að það væri erfitt að tiltaka hvaða leikir væru veðmálaleikir þannig að þeir ákváðu þá að banna ALLA leiki, hvort sem það væri Tetris, Half-Life eða Myst. Sektir og fangelsi bíða nú þeirra sem að spila tölvuleiki í farsímunum sínum eða á fartölvunum í Grikklandi. Sjá nánar hér.

    Greinilega fleiri sem eiga vitlausa þingmenn og vitlausari ríkisstjórnir en við.

    Þetta er búin að vera sólrík helgi þó það hafi ekki verið mjög hlýtt. Því miður hef ég ekkert nýtt þennan merka atburð, sól á Íslandi. Ég hef verið að vinna í tveimur skilaverkefnum sem að á að skila núna í vikunni. Endalaust fjör.

    Uncategorized

    package is.betra.joi;

    Gærkveldið og dagurinn í dag hafa farið í Java verkefni fyrir skólann. Fyrri hluti morgundagsins mun einnig fara í það, vonandi klára ég þá.

    Til að fá meiri vinnufrið sendi ég Sigurrós á Selfoss, þar sem hún verður í nótt. Vita vonlaust að læra með fallegt kvenfólk í kringum sig.

    Áhugavert:

  • Einu sinni var…
  • The Keane Effect
  • Fed Up with TV Porn, French Want It Banned
  • Animal Sacrifice Ritual Sparked L.A. Fire-Officials
  • People Born in Autumn Live Longer?
  • Uncategorized

    Tvöföldun en þó ekki nóg

    Skrapp í Hugver í dag og þar fékk ég góða þjónustu sem áður. Fór inn með einn 256MB kubb og Maradona og kom út með tvo 128MB kubba og auðvitað Maradona. Hann tók ljúflega á móti nýju kubbunum og keyrir nú á 256MB. Það er hins vegar ekki nóg fyrir blessaðan JBuilder, hann er 3 mínútur að keyra upp en virðist reyndar þokkalega hress þegar að hann er loksins kominn í gang.

    Ergelsi mitt yfir þessu í gær varð til þess að Kalli Hr. sendi mér póst og benti á það að hjá Tölvuvirkni væri mögulega hægt að fá frekari stækkun. OmniBookið hans er reyndar stærri týpan, mín er Celeron 600. Þetta er í skoðun.

    Eitthvað finnst mér sumir úr tengslum við almenning, gera grín að því að námskeið sé í gangi þar sem fólki er kennt að blogga. Nokkuð augljóst að þau umgangast ekki annað fólk en það sem að er sjálfbjarga í flestum almennum tölvumálum. Það er nefnilega til fullt af fólki sem að veit ekkert hvernig það á að byrja á þessu eða hvert það á að snúa sér eða hvað þurfi til. Það er jafnt fólk á unglingsaldri og upp að ellilífeyrisþegum sem að er ekki með almenna tölvukunnáttu, og þó að það geti kannski bjargað sér í helstu aðgerðum sem það þarf að sinna vegna vinnu þá hrýs því hugur við að teygja sig lengra í því að beisla möguleika tölvutækninnar. Fliss frá vanara fólki er örugglega ekki til að bæta þar úr.

    Áhugavert:

  • Pitch Dark Bar Opens for Blind Dates
  • Flying Toilets: a First Earth Summit Test?
  • Blair: UK will pay blood price
  • Uncategorized

    Vinnsluminnisvesen

    Gleymdi að minnast á það í dagbókinni í gær að þá átti Sheffield Wednesday 135 ára afmæli!

    Kláraði í gærkveldi að lesa Mona Lisa Overdrive eftir William Gibson. Gibson þessi er líklegast sá maður sem að hefur haft hvað mest áhrif á Wachowski-bræður með Matrix-pælingum sínum. Matrixan kemur einmitt fyrir í þessari sundurslitnu sögu sem er þokkaleg. Hún er víst lokahluti Neuromancer-þrennunnar hans, það er afar langt síðan ég las Neuromancer og mig minnir að ég hafi ekki lesið Count Zero, kannski kæmi þessi bók betur út ef maður læsi þær allar í röð.

    Starfsmaður hjá umboðsaðila HP tjáði mér að vandamálið með Maradona og vinnsluminnið væri líklega það greyið styddi ekki meira en 256MB. Frekari tilraunir báru þó ekki árangur, á morgun er förinni heitið í Hugver með Maradona mér við hlið og við ætlum ekki þaðan út fyrr en viðunandi lausn er fundin.

    Lubbi Tíkarson er drengur með kollinn á svipuðum stað og ég (milli axlanna), í færslu sinni rétt áðan tengdi hann á nokkrar góðar greinar (og einstaka undarlega). Þessi grein eftir William Greider segir frá því hversu skuldug Bandaríkin eru að verða. Mjög fróðleg lesning.

    Óhagfræðisinninn ég áttar sig ekki alveg á þessu, svo virðist sem að hver einasta ríkisstjórn sem ég hef heyrt um sé stórskuldug (nema kannski Sviss?). Bandaríkin virðast skulda evrópskum þjóðum slatta en mig minnti að þær væru sjálfar þó nokkuð skuldum hlaðnar. Hverjum skulda allir?

    Áhugavert:

  • The Fibonacci Series
  • Steal this car!
  • Uncategorized

    Fyrsti skóladagurinn

    Setti upp JBuilder 7 í gær á Maradona, greyið var tæpan hálftíma að setja hann upp, og að starta JBuilder tók rúma mínútu. Var fljótur að taka JBuilderinn út af vélinni og prufaði að setja inn jEdit, annan ritil skrifaðan í Java. Hann var auðvitað langtum sneggri en samt ekki nóg, endaði á því að nota bara gamla góða EditPlus við Java forritunina.

    Þar sem ég þarf að skrifa talsvert í Java núna þá sá ég að þetta gengi samt ekki alveg og skaust því í dag og borgaði 7.990 krónur fyrir 256MB vinnsluminni. Vonandi að Maradona verði sprækari, nafni hans hefði betur fengið meira vinnsluminni sjálfur á sínum tíma.

    Þegar heim var komið pípaði Maradona hins vegar á nýja vinnsluminnið. Ég er að berjast við að fá hann til að kyngja því en grunar að nýja minnið sé of nýtt, það keyrir á 133MHz en ekki 100MHz eins og hinir minniskubbarnir. Ætla að reyna að púsla þessu samt inní en horfurnar ekki nógu góðar.

    Mætti í minn fyrsta tíma á þessari önn í kvöld, áhugavert að sjá hvernig kennarinn leit út eftir að hafa hlýtt á rödd hans í fyrirlestrunum.

    Áhugavert:

  • Osama bin Laden is alive and well and living in Utah
  • New PCs restrict copying
  • McAteer’s mum enters the fray
  • …en svo ertu bara, já, þú veist…
  • I’ll see your domain name in (US) Court!
  • Uncategorized

    Google og Java

    Ég er alltaf með puttana í Google, nú síðast var ég að prufa Vogun vinnur, vogun tapar takkann (I’m Feeling Lucky á enskunni) og þar poppar vefurinn minn upp ef að sett er inn leitarorðið Jói. Ef að leitarorðið er Gunni fer maður á vef Dr. Gunna. Þetta virðist reyndar aðeins virka ef að íslenska er tungumálið sem maður notar á Google. Leitarorðið Bjarni vísaði manni á vef BRE. Leitarorðið Gummi skilaði einhverri enskri bloggsíðu.

    Kláraði íslensku þýðinguna fyrir Google tólastikuna, vonandi að hún verði komin í gagnið brátt.

    Java-forritun nú í gangi fyrir skólann, best að klára þessi skilaverkefni sem allra fyrst.

    Áhugavert:

  • Gagnlegt húðflúr
  • Gamla nemendafélagið
  • Uncategorized

    Tólið mitt

    Tólastikan frá Google small inn í vinnunni, og þar sem að Maradona fylgdi með mér þangað tókst mér að bera saman muninn á öryggisstillingunum og finna kauða sem að hindraði uppsetningu (Don’t prompt for client certificate á að vera Disabled).

    Fór í reddingaferð mikla í dag, meðal annars var komið við á Bóksölunni og þar pungaði ég út 17 þúsund krónum fyrir þrjár bækur, tvær hnausþykkar og eina litla upp á 600 síður. Hitti þar Karl Hreiðars sem að uppfræddi mig um núverandi ævintýri gömlu skólafélaganna, flestir útskrifaðir en ég varla hálfnaður. Það þarf að velja og hafna, ég valdi meiri vinnu og minni skólagöngu á sínum tíma. Gallinn við það er að þá er maður endalaust í skólanum, kosturinn sá að ég þarf ekki að lifa á því litla sem að LÍN telur að nægi námsmönnum.

    Til þess að geta endurræst eða slökkt á vélinni núna þarf ég fyrst að slökkva á öllum þeim forritum sem ég get, hvar sem þau leynast.

    Áhugavert:

  • Relief as the Cows Upstairs Move Out
  • Uncategorized

    Skóli, sigur, óveður, tölvuvesen

    Lærdómurinn hélt áfram, fundað á netinu og fyrstu drög skýrslunnar á fleygiferð.

    Sheffield Wednesday tókst loksins að vinna leik í dag, 2-0 á móti erkifjendunum í Sheffield United.

    Í Formúlunni voru sömu leiðindin og alltaf, Ferrari fór af stað og stakk alla af, þvílíkur munur á þessum bílum, maður kíkir á ræsinguna og svo lokahringinn.

    Nágranni minn hringdi í mig að verða hálf-þrjú í dag og lét mig vita af því að grillið okkar væri að fara að fljúga upp af svölunum. Festingar ábreiðunnar höfðu rifnað og hún var nú farin að virka eins og segl, var farin að toga í grillið sem að var búið að opnast. Björgunartilraunir fóru í gang og grillið tekið inn í stofu. Grillið hefur staðið úti í fárviðrum áður en ekki farið svona áður.

    WindowsXP er farið að hvekkja mig all verulega. Ég var að þýða nokkrar setningar á Google á íslensku og ætlaði að setja upp tólastikuna frá þeim. Það tókst aldrei sama á hvað öryggisstillingar voru settar. Undanfarið hef ég ekki getað endurræst eða slökkt á vélinni, alltaf þurft að ýta á Power Off takkann. Fann þessa síðu hjá Microsoft, og í framhaldi af því tók ég Fast Switch út og eftir það get ég endurræst og slökkt á eins og eðlilegt á að vera.

    4 þættir af Malcolm teknir í kvöld. Snilld.

    Áhugavert:

  • Meet Mr. Anti-Google