Aeron aftur

Fribba leit við í vinnunni með Þórnýju litlu, mánaðargömul krílið og gerði fátt nema sofa og losa sig við umframnæringu. Þó nokkrir spurðu mig hvort ég væri ekki með eitt á leiðinni. Svo er ekki.

Sumir fengu Aeron-stólana frábæru á góðu verði í dag, 1 árs gamla og notaða reyndar en í ábyrgð næstu 11 árin og algjör kjarakaup. Ég var ekki meðal þessara sumra, en spurningin er sú hvort að maður eigi að skoða það að fá eitthvað af fólki í lið með sér og panta beint að utan og fá hópafslátt fyrir vikið? Mig dauðlangar í Aeron-stól en hef ekki alveg efni á að borga 99 þúsund krónur fyrir stykkið út úr búð hérna heima. Áhugasamir sendi mér póst, netfangið er myndað úr veffanginu.

Í kvöld dó Nagportal ásamt þó nokkrum fjölda einstaklingsvefja, SCSI-diskur sem að gerði Agli og félögum vondan grikk. Gunni var einmitt að missa heimavélina sína í djúpt dá, vonandi kemur þessi vá ekki yfir mig, búinn að fá minn skammt í ár held ég.

Áhugavert:

  • Land hinna ófrjálsu
  • Mozilla rising
  • Comments are closed.