Gleymdi að minnast á það í dagbókinni í gær að þá átti Sheffield Wednesday 135 ára afmæli!
Kláraði í gærkveldi að lesa Mona Lisa Overdrive eftir William Gibson. Gibson þessi er líklegast sá maður sem að hefur haft hvað mest áhrif á Wachowski-bræður með Matrix-pælingum sínum. Matrixan kemur einmitt fyrir í þessari sundurslitnu sögu sem er þokkaleg. Hún er víst lokahluti Neuromancer-þrennunnar hans, það er afar langt síðan ég las Neuromancer og mig minnir að ég hafi ekki lesið Count Zero, kannski kæmi þessi bók betur út ef maður læsi þær allar í röð.
Starfsmaður hjá umboðsaðila HP tjáði mér að vandamálið með Maradona og vinnsluminnið væri líklega það greyið styddi ekki meira en 256MB. Frekari tilraunir báru þó ekki árangur, á morgun er förinni heitið í Hugver með Maradona mér við hlið og við ætlum ekki þaðan út fyrr en viðunandi lausn er fundin.
Lubbi Tíkarson er drengur með kollinn á svipuðum stað og ég (milli axlanna), í færslu sinni rétt áðan tengdi hann á nokkrar góðar greinar (og einstaka undarlega). Þessi grein eftir William Greider segir frá því hversu skuldug Bandaríkin eru að verða. Mjög fróðleg lesning.
Óhagfræðisinninn ég áttar sig ekki alveg á þessu, svo virðist sem að hver einasta ríkisstjórn sem ég hef heyrt um sé stórskuldug (nema kannski Sviss?). Bandaríkin virðast skulda evrópskum þjóðum slatta en mig minnti að þær væru sjálfar þó nokkuð skuldum hlaðnar. Hverjum skulda allir?
Áhugavert: