Skóli, sigur, óveður, tölvuvesen

Lærdómurinn hélt áfram, fundað á netinu og fyrstu drög skýrslunnar á fleygiferð.

Sheffield Wednesday tókst loksins að vinna leik í dag, 2-0 á móti erkifjendunum í Sheffield United.

Í Formúlunni voru sömu leiðindin og alltaf, Ferrari fór af stað og stakk alla af, þvílíkur munur á þessum bílum, maður kíkir á ræsinguna og svo lokahringinn.

Nágranni minn hringdi í mig að verða hálf-þrjú í dag og lét mig vita af því að grillið okkar væri að fara að fljúga upp af svölunum. Festingar ábreiðunnar höfðu rifnað og hún var nú farin að virka eins og segl, var farin að toga í grillið sem að var búið að opnast. Björgunartilraunir fóru í gang og grillið tekið inn í stofu. Grillið hefur staðið úti í fárviðrum áður en ekki farið svona áður.

WindowsXP er farið að hvekkja mig all verulega. Ég var að þýða nokkrar setningar á Google á íslensku og ætlaði að setja upp tólastikuna frá þeim. Það tókst aldrei sama á hvað öryggisstillingar voru settar. Undanfarið hef ég ekki getað endurræst eða slökkt á vélinni, alltaf þurft að ýta á Power Off takkann. Fann þessa síðu hjá Microsoft, og í framhaldi af því tók ég Fast Switch út og eftir það get ég endurræst og slökkt á eins og eðlilegt á að vera.

4 þættir af Malcolm teknir í kvöld. Snilld.

Áhugavert:

  • Meet Mr. Anti-Google
  • Comments are closed.