Setti upp JBuilder 7 í gær á Maradona, greyið var tæpan hálftíma að setja hann upp, og að starta JBuilder tók rúma mínútu. Var fljótur að taka JBuilderinn út af vélinni og prufaði að setja inn jEdit, annan ritil skrifaðan í Java. Hann var auðvitað langtum sneggri en samt ekki nóg, endaði á því að nota bara gamla góða EditPlus við Java forritunina.
Þar sem ég þarf að skrifa talsvert í Java núna þá sá ég að þetta gengi samt ekki alveg og skaust því í dag og borgaði 7.990 krónur fyrir 256MB vinnsluminni. Vonandi að Maradona verði sprækari, nafni hans hefði betur fengið meira vinnsluminni sjálfur á sínum tíma.
Þegar heim var komið pípaði Maradona hins vegar á nýja vinnsluminnið. Ég er að berjast við að fá hann til að kyngja því en grunar að nýja minnið sé of nýtt, það keyrir á 133MHz en ekki 100MHz eins og hinir minniskubbarnir. Ætla að reyna að púsla þessu samt inní en horfurnar ekki nógu góðar.
Mætti í minn fyrsta tíma á þessari önn í kvöld, áhugavert að sjá hvernig kennarinn leit út eftir að hafa hlýtt á rödd hans í fyrirlestrunum.
Áhugavert: