Google og Java

Ég er alltaf með puttana í Google, nú síðast var ég að prufa Vogun vinnur, vogun tapar takkann (I’m Feeling Lucky á enskunni) og þar poppar vefurinn minn upp ef að sett er inn leitarorðið Jói. Ef að leitarorðið er Gunni fer maður á vef Dr. Gunna. Þetta virðist reyndar aðeins virka ef að íslenska er tungumálið sem maður notar á Google. Leitarorðið Bjarni vísaði manni á vef BRE. Leitarorðið Gummi skilaði einhverri enskri bloggsíðu.

Kláraði íslensku þýðinguna fyrir Google tólastikuna, vonandi að hún verði komin í gagnið brátt.

Java-forritun nú í gangi fyrir skólann, best að klára þessi skilaverkefni sem allra fyrst.

Áhugavert:

  • Gagnlegt húðflúr
  • Gamla nemendafélagið
  • Comments are closed.