Monthly Archives: April 2004

Uncategorized

Fjárvana félög

Það munar ekki um það. Ekki eingöngu eru mínir menn í Sheffield Wednesday og Lazio í miklum fjárhagskröggum heldur eru mínir menn (reyndar enginn eftir af “mínum” mönnum skilst mér) í Phoenix Suns alveg stórstórskuldugir.

Sem betur fer er gamla hetjan og “minn” maður hann Charles Barkley að koma til aðstoðar ásamt fleiri kempum. Vona að karlinn reddi þessu!

Í tilefni prófloka og fyrstu einkunnar í gær ákváðum við að sleppa uppvaski og fórum á American Style þar sem við fengum okkur kjúklingabringur með osti og beikoni. Suddalega góður réttur.

Uncategorized

Lokaprófið!

Þá er ég búinn í síðasta alvöru prófinu!

Vona að ég þurfi ekki í endurtektarpróf en ef svo fer þá ætti ég að geta einbeitt mér að því þar sem ég á ekki fleiri áfanga eftir.

Próf dagsins var soldið skondið, það vantaði 3 spurningar inn og þess í stað var síðasta blaðið með sömu spurningum báðum megin. Því var fljótreddað en okkur var svo þakkað fyrir að hafa tekið þessu með svona miklu æðruleysi, svo ég vitni nú

gott að þetta var rólega deildin

Byggt á því sem ég hef heyrt af viðskiptadeildinni þá hugsa ég að hún sé “æsta deildin” og viðbrögðin verið ofsafengnari 🙂

Uncategorized

Dansað um borð í flugvél!

Ja hérna. Þetta hljómar soldið spennandi, að keyra um götur Mexíkó á þotu, bara $1000 klukkutíminn!

Aðdáendur Queer Eye for the Straight Guy gætu tekið eftir því að búið er að búa til smá skopútgáfu af þættinum þar sem skotið er á heittrúuðu hægri harðlínumennina í Ameríkunni.

Uncategorized

Björn og Blatter

Það er leitun að meiri vitleysingum en þessum tveimur mönnum.

Björn þráast enn við að útlendingar undir 24 ára aldri séu ekki giftingarhæfir, ágætis bréf frá Íslendingi sem hefði getað lent illa í þessu frumvarpi lögbrjótsins og fornaldar… segi ekki meir.

Á meðan er Sepp Blatter sí og æ að toppa sjálfan sig. Um daginn vildi hann að kvenmenn færu að leikja í aðskornari búningum í knattspyrnu til að auka áhorf. Núna hins vegar sektar FIFA kamerúnska karlalandsliðið fyrir…. að vera í aðskornum (teygju reyndar) búningum! Bæði fjársekt og svo 6 stig tekin af þeim!

Báðir mennirnir eru snarvitlausir og ógurlega gamaldags og fornfálegir í öllu, annar er ráðherra á Íslandi og hinn svo æðsti yfirmaður knattspyrnumála! Ekki í lagi með veröldina, nenni ekki einu sinni að bæta Bush og Blair á listann, þeir eru að gera nóga skandala þó.

Held ég skíri ekki börn mín nafni sem byrjar á B, það virðist vera einhver bölvun þessa dagana yfir B-unum.

Uncategorized

Diderot

Veit ekki hvort ég hef nefnt það áður en Diderot er ein af mínum elstu hetjum úr barnæsku og er enn.

Skemmtilega nokk, þá heita gleraugnaumgjarðirnar mínar eftir honum.

Uncategorized

Sagnfræðin

Stundum er ég á því að ég hefði átt að fara í húmanískari fræði en tölvunarfræðina. Erfitt mál, tölvunarfræðin gefur mér þó bakgrunn til að láta húmanísku fræðin njóta sín.

Tölvunarfræðin er verkfæri til að ná fram tilgangi annara fræða.

Computer Science is no more about computers than astronomy is about telescopes.
– E. W. Dijkstra

Uncategorized

Ráðherrarnir Palli og Pollýanna

Það er naumast að við Íslendingar erum heppnir.

Þjóðminjasafnið er að fara að opna eftir 6 ára lokun vegna viðgerða. Ef að R-listinn hefði stjórnað þessu hefðu Sjálfstæðismenn verið búnir að gera stórmál út af þessu fyrir 5 árum en þar sem þetta er þeirra eigin verk þá eru allir voða kátir vegna þess að “tafirnar hafa stuðlað að betri lausnum og í raun orðið til góðs”.

Þetta bendir til að upphaflegar lausnir hafi verið lélegar. Slæmt mál. Nýskipaður menntamálaráðherra fær heitið Pollýanna í bili vegna þess hvað henni finnst þetta frábært að seinkunin hafi “orðið til góðs”. Í dag hefur enginn krakki úr fyrstu 6 bekkjum grunnskóla séð Þjóðminjasafnið, ætli það verði ekki örtröð þarna í allt haust? Sjálfur man ég eftir nokkrum ferðum í það á sínum tíma.

Palli er svo það heiti sem hæfir Birni Bjarnasyni í dag, honum finnst að allir sem ekki eru sammála honum um konur, útlendinga, mannréttindi, hersveitir og veit ekki hvað og hvað lifa í fortíðinni, hann er eini maðurinn sem lifir í nútíðinni!

Hann er eini maðurinn sem lifir í sínum eigin heimi, heim sem ég myndi ekki vilja snerta með tíu feta stöng, hvað þá eiga heima þar.

Uncategorized

Krossinn seldur

Já, ég er ekki hissa á að stærðfræðisnillingum sé hættara við geðveiki, svo virðist þó sem að þeir noti meira af heilanum.

Mel Gibson er víst að raka inn pening með Jesúmyndinni, bæði í bíósölum og svo tekjur af því að selja krúsir, nagla og krossa á vefnum.

Uncategorized

Gamla Legó Testamentið

Í tilefni “hátíðarinnar” er best að tengja á Legó-sögur úr Gamla Testamentinu.

Ég er orðinn hræddur um að sumar gætu hafa smitað mig, ég held ég sé að fara að fá hita. 2 stúlkur eru efstar á listanum yfir grunaða.

Ég fer í próf eftir 2 daga! Argh!

Uncategorized

Páskalambið

Appelsínulambið smakkaðist vel. algjör lambakjötshelgi hjá okkur. Tilbreyting fyrir fólk sem borðar kjúkling í nærri hvert mál 🙂