Fjárvana félög

Það munar ekki um það. Ekki eingöngu eru mínir menn í Sheffield Wednesday og Lazio í miklum fjárhagskröggum heldur eru mínir menn (reyndar enginn eftir af “mínum” mönnum skilst mér) í Phoenix Suns alveg stórstórskuldugir.

Sem betur fer er gamla hetjan og “minn” maður hann Charles Barkley að koma til aðstoðar ásamt fleiri kempum. Vona að karlinn reddi þessu!

Í tilefni prófloka og fyrstu einkunnar í gær ákváðum við að sleppa uppvaski og fórum á American Style þar sem við fengum okkur kjúklingabringur með osti og beikoni. Suddalega góður réttur.

Comments are closed.