Lokaprófið!

Þá er ég búinn í síðasta alvöru prófinu!

Vona að ég þurfi ekki í endurtektarpróf en ef svo fer þá ætti ég að geta einbeitt mér að því þar sem ég á ekki fleiri áfanga eftir.

Próf dagsins var soldið skondið, það vantaði 3 spurningar inn og þess í stað var síðasta blaðið með sömu spurningum báðum megin. Því var fljótreddað en okkur var svo þakkað fyrir að hafa tekið þessu með svona miklu æðruleysi, svo ég vitni nú

gott að þetta var rólega deildin

Byggt á því sem ég hef heyrt af viðskiptadeildinni þá hugsa ég að hún sé “æsta deildin” og viðbrögðin verið ofsafengnari 🙂

Comments are closed.