Björn og Blatter

Það er leitun að meiri vitleysingum en þessum tveimur mönnum.

Björn þráast enn við að útlendingar undir 24 ára aldri séu ekki giftingarhæfir, ágætis bréf frá Íslendingi sem hefði getað lent illa í þessu frumvarpi lögbrjótsins og fornaldar… segi ekki meir.

Á meðan er Sepp Blatter sí og æ að toppa sjálfan sig. Um daginn vildi hann að kvenmenn færu að leikja í aðskornari búningum í knattspyrnu til að auka áhorf. Núna hins vegar sektar FIFA kamerúnska karlalandsliðið fyrir…. að vera í aðskornum (teygju reyndar) búningum! Bæði fjársekt og svo 6 stig tekin af þeim!

Báðir mennirnir eru snarvitlausir og ógurlega gamaldags og fornfálegir í öllu, annar er ráðherra á Íslandi og hinn svo æðsti yfirmaður knattspyrnumála! Ekki í lagi með veröldina, nenni ekki einu sinni að bæta Bush og Blair á listann, þeir eru að gera nóga skandala þó.

Held ég skíri ekki börn mín nafni sem byrjar á B, það virðist vera einhver bölvun þessa dagana yfir B-unum.

Comments are closed.